Innlent

Samfylkingin með netprófkjör í Norðvesturkjördæmi

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem haldið var á laugardaginn í Menntaskólanum í Borgarnesi var ákveðið að velja í sex efstu sætin á framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum með netprófkjöri 6. til 8. mars.

,,Við röðun á lista verði parað í 6 efstu sætin, þannig að ávallt verði karl og kona í hverjum 2 sætum raðað eftir atkvæðamagni í prófkjöri. Kjósendur velja 6 nöfn á kjörseðil og númera frá 1–6," segir á vef Samfylkingarinnar.

Frambjóðendum er óheimilt að auglýsa í ljósvaka- , prent- og vefmiðlum.

Rétt til þátttöku í netprófkjörinu hafa allir félagar í Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi og eru kjörgengir í kjördæminu.

Framboðsfrestur rennur út 26. febrúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×