Innlent

Þingfundur hafinn

Fundur er hafinn á Alþingi, en honum var frestað þrisvar sinnum í dag. Þingfundi sem átti að hefjast klukkan þrjú í dag var frestað um leið og hann hófst. Var það gert að ósk stjórnarflokkanna og sagði Guðbjartur Hannesson forseti þingsins að fundur myndi hefjast að nýju klukkan hálffimm. Þegar klukkan sló hálffimm fór Guðbjartur á ný í pontu og tilkynnti um að fundurinn frestist um hálftíma í viðbót. Hið sama gerðist klukkan fimm og þá sagði forseti að fundurinn myndi tefjast til hálfsex. Klukkan hálfsex gat fundur loks hafist en þá tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir til máls.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×