Innlent

Endurreisnarnefndin skilar skýrslu á landsfundi

Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur verið að störfum í um þrjár vikur. Fram kemur í tilkynningu að nefndinni er ætlað að leggja fram hugmyndir og tillögur fyrir flokkinn í því mikla starfi sem framundan er við að byggja upp efnahag landsins og atvinnulíf.

Niðurstaða nefndarinnar verður lögð fram í formi skýrslu og kynnt á landsfundi flokksins í lok mars.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er formaður nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×