Innlent

Fimmtán ára fékk fangelsisdóm fyrir líkamsárás

Fimmtán ára piltur var, í Héraðsdómi Suðurlands í dag, dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist að átján ára gömlum pilt þann 13. nóvember 2007 Á Selfossi. Hinn ákærði var sakaður um að hafa slegið piltinn nokkrum hnefahöggum í andlitið, með þeim afleiðingum að hann vankaðist og hlaut eymsli og bólgur. Hinn ákærði játaði brot sitt og var dæmdur í mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi. Hann gaf þá skýringu á hegðun sinni að sá sem hann réðst á hefði áreitt sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×