Innlent

Karpað um störf þingsins

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu ríkisstjórnarflokkanna og fundarstjórn Guðbjarts Hannessonar, forseta Alþingis, harðlega þegar þingfundur hófst klukkan hálf sex. Þingfundi hafði þá þrívegis verið frestað.

Guðbjartur tilkynnti að þingfundi væri slitið og að þingstörfum yrði haldið áfram á morgun. Í framhaldinu fóru þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram á að ræða störf þingsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Pétur Blöndal, Jón Magnússon, Bjarni Benediktsson og Ármann Kr. Ólafsson tóku öll til máls undir liðnum fundarstjórn forseta. Það gerðu einnig Mörður Árnason og Lúðvík Bergvinsson, þingmenn Samfylkingarinnar.

Þorgerður Katrín krafðist þess að þingmenn yrðu upplýstir um hvernig dagskrá þingsins yrði framhaldið næstu daga. Pétur taldi brýnt að efnahagsmál yrðu tekin til umræðu í þinginu því bankarnir væru óstarfhæfir og skuldastaða almennings væri að versna.






Tengdar fréttir

Vilja afgreiða seðlabankafrumvarpið fyrir komu AGS

Ríkisstjórnarflokkarnir leggja mikla áherslu á að frumvarp um breytingar á Seðlabankanum verði að lögum áður en að sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur til landsins á fimmtudaginn til að fara yfir efnahagsáætlun sjóðsins og íslenskra stjórnvalda.

Þingfundur hafinn

Fundur er hafinn á Alþingi, en honum var frestað þrisvar sinnum í dag. Þingfundi sem átti að hefjast klukkan þrjú í dag var frestað um leið og hann hófst. Var það gert að ósk stjórnarflokkanna og sagði Guðbjartur

Seðlabankafrumvarp verði eins gott og mögulegt er

„Það er enginn klofningur í flokknum. Við höfum verið mjög samstíga í þessu máli en eftir að hafa hlustað á sérfræðinginn í morgun þá mat ég það þannig að það væri tíðinda að vænta í þessari skýrslu sem snýst einmitt um þau mál sem við erum að ræða.“ Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins.

Framsóknarmenn klofnir í Seðlabankamáli

Viðskiptanefnd náði ekki ljúka umfjöllun sinni um Seðlabankafrumvarpið á fundi sínum í morgun en til stóð að þriðja umræða um málið hæfist í dag. Fulltrúar Framsóknarflokksins í nefndinni, þeir Birkir Jón Jónsson og Höskuldur Þórhallsson, klofnuðu í afstöðu sinni. Birkir Jón greiddi atkvæði með tillögu ríkisstjórnarflokkanna um að afgreiða málið úr nefnd en það gerði Höskuldur ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×