Innlent

Lengsta rennibraut landsins

Tíu metra há og 80 metra löng rennibraut er nú að rísa við nýja sundlaug á Álftanesi. Verkið kostar um 730 milljónir króna. fréttablaðið/gva
Tíu metra há og 80 metra löng rennibraut er nú að rísa við nýja sundlaug á Álftanesi. Verkið kostar um 730 milljónir króna. fréttablaðið/gva

Framkvæmdir standa nú yfir við nýja sundlaug á Álftanesi, en skóflustunga var tekin af henni í desember árið 2007. Reiknað er með að hún opni í vor. Framkvæmdir voru vel á veg komnar þegar efnahagskreppan skall á, en Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Álftaness, segir að ekki hafi verið um annað að ræða en að halda þeim áfram.

„Þetta er mjög glæsileg laug og kostar þar af leiðandi nokkuð mikið. Við vonum hins vegar að hún verði rós í hnappagatið fyrir sveitarfélagið og geti dregið hingað fólk.“ Við laugina verður lengsta rennibraut landsins, 80 metra löng, en hún er 10 metrar á hæð. Þar verður einnig öldulaug og segir Kristín að kajakræðarar muni geta æft sig þar.

„Við vonumst til að þetta verði eins og í vatnagörðum sem við sjáum erlendis,“ segir Kristín.Kostnaður við sundlaugina er í kringum 730 milljónir að sögn Kristínar Fjólu, þá á þó eftir að uppreikna hann.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×