Innlent

Klósettnauðgarinn handtekinn í Póllandi

Robert Dariusz Sobiecki.
Robert Dariusz Sobiecki.
Robert Dariusz Sobiecki, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í desember, hefur verið handtekinn í Póllandi. Unnið er að því að hann afpláni refsingu sína þar ytra.

Hæstiréttur staðfesti 4. desember þriggja ára fangelsisdóm héraðsdóms yfir Roberti sem ákærður var fyrir að nauðga konu inni á kvennasalerni á Hótel Sögu í mars árið 2007.

Robert var í farbanni þar til dómur Hæstaréttar féll en átti þá að hefja aflplánun strax. Hinsvegar gaf hann sig ekki fram og því var gefin út handtökubeiðni á hendur honum.

Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur í júni en áður hafði Hæstiréttur ógilt fyrri sýknudóm sem féll 2007 og vísað málinu aftur í hérað.

Mál Roberts vakti mikla athygli á sínum tíma. Hann var sýknaður í héraðsdómi í árið 2007 en Hæstiréttur ógilti þann úrskurð og vísaði málinu aftur í hérað. Þar komust nýir dómarar að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur og dæmdu hann til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að nauðga 19 ára stúlku á salerni á Hótel Sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×