Innlent

Aftansöngur jóla hefst klukkan sex

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eins og fram hefur komið sendir Stöð 2, Bylgjan og Visir beint út frá aftansöng jóla í Grafarvogskirkju.

Séra Vigfús Þór Árnason og séra Lena Rós Matthíasdóttir þjóna fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngvari er Egill Ólafsson. Organisti er Hákon Leifsson. Ólafur Flosason leikur á óbó og Arnþór Jónsson leikur á selló.

Útsendingin hefst klukkan sex. Smelltu á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá útsendinguna þegar að hún hefst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×