Erlent

Breskir lögreglumenn fá 5000 TASER byssur

Framleiðandi svokallaðra TASER byssa, eða rafbyssa sem lögregla notar sem valdbeitingatæki víða um heim, tilkynnti í gær að bresk stjórnvöld hefðu pantað fimm þúsund byssur af fyrirtækinu. Þar með hafa stjórnvöld ekki látið staðar numið í rafbyssukaupum því að Heimavarnarráðuneytið í Bretlandi tilkynnti í síðasta mánuði að alls stæði til að kaupa 10 þúsund byssur fyrir lögregluþjóna í Englandi og Wales.

„Bresk stjórnvöld ákváðu að víkka út TASER prógrammið sitt eftir mikla umhugsun og forprófanir sem sýna fram á jákvæð áhrif af TASER tækninni og möguleika til þess að bjarga lífi fólks með henni," sagði Tom Smith, stjórnarformaður TASER fyrirtækisins. Hann sagði að bresk lögregluyfirvöld hefðu verið leiðandi á meðal lögregluyfirvalda víðsvegar um Evrópu, við prófun og notkun tækninnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×