Erlent

Minnst fjörutíu látnir eftir árás Ísraelsmanna á skóla

Palestínskur drengur stendur við hlið móður sinnar í skólanum.
Palestínskur drengur stendur við hlið móður sinnar í skólanum. MYND/Reuters
Í það minnsta fjörutíu eru látnir og tugir sárir eftir að ísraelskar skriðdrekasveitir réðust á skóla á Gaza. Sameinuðu þjóðirnar reka skólann, og hafði fólk leitað skjóls þar fyrir bardögunum.

Tvær skriðdrekasprengjur sprungu fyrir utan skólahúsið og dreifðu sprengjubrotum á fólk innan og utan skólans. Læknar á Gaza ströndinni segja alla hina látnu hafa verið almenna borgara sem hafi verið að flýja bardaga milli Ísraels manna og vígamanna Hamas samtakanna.

Læknar á Gaza segja að tæplega sex hundruð Palestínumenn hafi fallið frá því Ísrael hóf hernaðaraðgerðir sínar gegn Hamas samtökunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×