Innlent

Ljósin tendruð á Oslóartrénu

Nokkur þúsund manns voru á Austurvelli þegar ljósin á Oslóartrénu voru tendruð klukkan fjögur. Veðrið var gott og jólalegt um að litast. Borgarstjóri tók við jólatrénu sem er gjöf Oslóarbúa til Reykvíkinga og nokkrir jólasveinar skemmtu börnunum.

Tréð var að venju skreytt ljósum en að auki prýðir Ketkrókur, jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, það. Ketkrókur er fjórði óróinn í jólasveinaseríu Styrktarfélagsins en fyrri óróar félagsins hafa prýtt tréð síðustu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×