Erlent

Obama gerir sér litlar vonir

Barack Obama
Barack Obama
Barack Obama Bandaríkjaforseti gerir sér litlar vonir um árangur af fundum sínum í New York í dag með Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórnar, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.

Þeir Abbas og Netanjahú koma báðir til New York í tilefni af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem hefst á morgun.

Obama ætlar að hitta þá fyrst hvorn fyrir sig en síðan báða saman. Tilgangur fundanna er að koma aftur í gang friðarviðræðum milli Ísraela og Palestínumanna.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×