Erlent

Bann við reykingum á opinberum stöðum hefur dregið úr hjartaáföllum

Bann við reykingum á opinberum stöðum, Bretlandi og Bandaríkjunum, þykir hafa dregið til muna úr hjartaáföllum.

Breska ríkisútvarpið fjallar um tvær nýjar rannsóknir á reykingum; breska og bandaríska. Fram kemur að ári eftir að eftir að lög tóku gildi sem takmörkuðu reykingar, til að mynda á opinberum stöðum, þá stórdró úr tíðni hjartaáfalla. Talið er að reykingabann hafi dregið úr hjartaáföllum um næstum fimmtung á einu ári og þriðjung á þremur árum.

Haft er eftir einum rannsakendanna að enda þótt aldrei verði komið í veg fyrir hjartaáföll, þá sýni niðurstöðurnar að til skemmri tíma geti reykingabann komið í veg fyrir fjölmörg hjartaáföll. Þá hafi reglur eins og til að mynda bann við reykingum á vinnustöðum og á opinberum stöðum, mikil áhrif til að vernda fólk; ekki síst í ljósi þess að rannsóknirnar sýni enn fremur fram á ótvíræða skaðsemi óbeinna reykinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×