Innlent

Bátur skemmdist í eldi á Ísafirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ísafjarðarhöfn. Mynd/ Halldór.
Ísafjarðarhöfn. Mynd/ Halldór.
Stór bátur skemmdist töluvert þegar eldur kom upp í honum í Ísafjarðarhöfn um tíuleytið í morgun. Að sögn lögreglu á Ísafirði eru helstu skemmdir í stýrishúsi bátsins.

Tveir lögreglumenn og hafnarstarfsmaður slökktu eldinn með handslökkvitækjum en slökkviliðið reykræsti síðan stýrishúsið.

Eldsupptök eru ekki kunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×