Innlent

Óvissustigi aflétt á Vestfjörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Óshlíð. Mynd/ Brynjar Gauti.
Óshlíð. Mynd/ Brynjar Gauti.
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum var aflétt um hádegið.

Almannavarnadeild lögreglunnar segir að einungis sé vitað um eitt snjóflóð sem fallið hefur á þeim slóðum síðasta sólarhringinn en það féll á veginn um Hvilftarströnd í nótt.

Lögreglan á Vestfjörðum sagði að þrátt fyrir óveður í gær og í nótt hafi ástandið verið mun skárra en fyrstu veðurspár gerðu ráð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×