Erlent

Stuðningsmenn Zelaya vopnast

Manuel Zelaya
Manuel Zelaya

Stuðningsmenn Manuels Zelaya, hins brottrekna forseta Hondúras, eru sagðir vera að viða að sér vopnum og búa sig undir átök.

Stjórnin fyrirskipaði útgöngubann á ný, aðeins degi eftir að það var fellt úr gildi.

Zelaya sagði á miðvikudag að íbúar landsins ættu allan rétt til að hefja uppreisn gegn stjórninni. Hann hótaði einnig að hætta þátttöku í viðræðum við andstæðinga sína ef lausn fyndist ekki fljótlega.

Zelaya er enn staðráðinn í að endurheimta embætti sitt.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×