Erlent

Dæmdur fyrir iðnaðarnjósnir í Bandaríkjunum

Dongfang var dæmdur fyrir iðnaðarnjósnir.
Dongfang var dæmdur fyrir iðnaðarnjósnir.

Hinn sjötíu og þriggja ára gamli Dongfan "Greg" Chung gæti átt von á allt að nítíu ára fangelsi í Bandaríkjunum eftir að hann varð uppvís af iðnaðar njósnum fyrir kínversku ríkisstjórnina.

Dongfang starfaði lengi fyrir Boeing flugvélafyrirtækið og hefur verið sakfelldur fyrir að gefa kínverskum yfirvöldum upplýsingar um smíði flugvélanna.

Þá er hann fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem verður dæmdur á grundvelli sérstakra laga um iðnaðarnjósnir í Bandaríkjunum sem voru samþykkt þar í landi árið 1996.

Dongfang starfaði fyrir Boeing frá árinu 1973 en hann neitar að hann hafi lekið upplýsingum í kínvesk yfirvöld sem ekki voru alkunn þá. Hann játaði hinsvegar að hafa oftar en einu sinni farið heim með teikningar af Boeing þotunum frægu en sagðist hafa ætlað að skrifa bók um flugvélasmíði.

Alríkisdómstóll Bandaríkjanna trúði ekki skýringum Dongfang og dæmdi hann til fangelsisvistar. Enn á eftir að kveða upp hversu þungan dóm hann gæti fengið. Þó er ljóst að hann mun aldrei strjúka um frjálst höfuð aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×