Erlent

Segir áhættuna óhjákvæmilega

Bob Ainsworth, varnarmálaráðherra Bretlands, varði í gær aðgerðir breska hersins í Afganistan, sem hafa kostað 15 breska hermenn lífið það sem af er þessum mánuði.

„Við getum ekki losnað við áhættuna úr aðgerðum af þessu tagi," sagði hann á þingi.

Hávær mótmæli hafa verið í Bretlandi síðustu daga vegna þróunarinnar í Afganistan. Nú hafa 184 breskir hermenn fallið þar frá upphafi, og er mannfallið þar með orðið meira en í Írak.

Bretar taka þátt í aðgerðum Bandaríkjahers gegn talibönum í sunnanverðu Afganistan.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×