Erlent

Talinn glíma við krabbamein

Veiklulegur á myndum Kim Jong Il kom fram opinberlega í síðustu viku eftir langt hlé.nordicphotos/AFP
Veiklulegur á myndum Kim Jong Il kom fram opinberlega í síðustu viku eftir langt hlé.nordicphotos/AFP

Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, er talinn veikur af krabbameini í brisi. Reynist það rétt þykir ólíklegt að hann eigi nema nokkur ár ólifuð.

Suðurkóresk sjónvarpsstöð hélt þessu fram og vitnar í ónafngreinda heimildarmenn í leyniþjónustu Suður-Kóreu. Leyniþjónustan vildi þó ekki staðfesta upplýsingarnar.

Kim er 67 ára og er talinn hafa fengið heilablóðfall á síðasta ári. Hann hefur sjaldan komið fram opinberlega undanfarið, og var veiklulegur að sjá þegar hann birtist loks í fjölmiðlum í síðustu viku.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×