Chelsea náði ekki nýta sér sigur Fulham á Man. Utd fyrr í dag. Chelsea sótti Tottenham heim á White Hart Lane og tapaði 1-0.
Það var Króatinn Luka Modric sem skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu eftir undirbúning Aaron Lennons.
Leikurinn hófst hálftíma of seint þar sem grunsamlegur bíll fannst fyrir utan völlinn. Leikurinn var ekki flautaður á fyrr en ljóst var að enginn hætta stafaði af bílnum.
Þetta var fyrsta tap Chelsea í deildinni undir stjórn Guus Hiddink. Chelsea var ekki fjarri því að jafna og boltinn fór meðal annars í slána undir lokin en allt kom fyrir ekki.