Erlent

Eldri borgari lumbraði á hnífamanni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tæplega sjötugur íbúi í Frederiksberg á Sjálandi kom í veg fyrir rán á heimili sínu í gærkvöldi og stökkti ræningjanum á flótta. Þegar dyrabjöllu mannsins var hringt stóð þar fyrir utan stórvaxinn maður með hníf sem hann otaði að íbúanum. Sá nýkomni ætlaði svo að ryðja sér leið inn í íbúðina en hinn sló hann þá í brjóstið og stuggaði við honum. Ræninginn lagði til mannsins með hnífnum og veitti honum skeinu á höfuðið en forðaði sér við svo búið á hlaupum og hefur lögregla ekki fundið hann enn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×