Erlent

Handtekinn með skammbyssu við heimili Blair

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Heimili Tony Blair við Connaught Square í Mið-London.
Heimili Tony Blair við Connaught Square í Mið-London.

Maður, vopnaður skammbyssu með hljóðdeyfi, var handtekinn við heimili Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, við Connaught Square í London, fyrr í vikunni. Vegfarendur veittu manninum athygli og tilkynntu lögreglu um hann. Þegar lögregla kom á staðinn mætti hún manninum, sem er af albönskum uppruna, og kvaðst hann hafa fundið byssuna í ræsinu. Maðurinn var handtekinn og reyndist byssan hlaðin. Hann er enn í haldi lögreglu sem bíður eftir niðurstöðum úr fingrafara- og DNA-rannsókn. Lögregla segir Blair aldrei hafa verið í hættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×