Í sjokki eftir brotsjó - myndir 11. desember 2009 12:31 Sjómenn ausa á gamla mátann. Myndir/Jens Sigurðsson yfirvélstjóri Sighvats. „Við erum svona að jafna okkur. Þetta var auðvitað sjokk," segir Unnsteinn Líndal Jensson, skipstjóri línubátsins Sighvats GK 57, en brotsjór lenti á bátnum með þeim afleiðingum að sjór flæddi inn og tveir sjómenn slösuðust. Sauma þurfti sex spor í augabrún annars þeirra. Báturinn var staddur við Óðinsboða út af Horni á laugardagskvöldinu þegar brotið lenti á bátnum. Að sögn Unnsteins var veður tiltölulega gott og skall aldan því mjög óvænt á bátinn bakborðsmegin. Róbert Karol var ansi illa farinn eftir brotsjóinn. „Við vorum að draga línu um hálf tólf leitið um kvöldið. Veðrið var norðaustan 15 metrar á sekúndu þegar við fáum skyndilega á okkur tvo straumhnúta," lýsir Unnsteinn. Öldurnar skullu á bátinn og flæddi sjór niður um dráttarlúgu og þaðan inn í vistarverur. Tveir sjómenn sem voru að störfum í lestinni köstuðust til þegar sjórinn lenti á þeim. Annar þeirra skarst á styttu sem hann lenti á. „Það blæddi talsvert úr honum," segir Unnsteinn en sjómaðurinn heitir Róbert Karol. Myndin af honum var tekin 40 mínútum eftir að brotstjórinn skall á bátnum. Spurður hvort sjómennirnir hafi verið í hættu segir Unnsteinn að svo hafi í raun ekki verið. Þeir náðu tökum á ástandinum á nokkrum mínútum. Báturinn hallaði aðeins að sögn Unnsteins en ekki þannig að hætta skapaðist af. Sjórinn flæddi inn í vistarverur. Unnsteinn segir að þeir hafi þegar látið nærliggjandi skip vita af hremmingunum og voru þeir í viðbragðsstöðu ef ske kynni að sjómennirnir þyrftu aðstoð. Það reyndi þó aldrei á þá aðstoð. Því næst sigldi Unnstein skipinu í höfn þar sem var svo gert að sárum mannanna. Í ljós kom að sauma þurfti sex spor í augabrúnina á Róberti sem skall á styttuna. Hinn sjómaðurinn er farinn aftur út á sjó. „Það er ágætur andi um borð. Atvikið vakti alla til umhugsunar," segir Unnsteinn sem sjálfur hefur verið til sjós í átján ár. Hann hefur þó aldrei lent í álíka hremmingum. „Þetta sjómannslíf er bara eins og það hefur alltaf verið," segir Unnsteinn og bendir á að íslensk veðrátta hafi lítið breyst og hætturnar séu alltaf til staðar á sjónum. Hann segir þungt í sjónum þessa daganna en undanfarið hafa þeir verið að veiða hlýra og þorsk. Unnsteinn segir þá reyna að veiða ýsuna en það hafi gengið illa. Þrátt fyrir hremmingar á sjó úti þá er Unnsteinn með hugann við stjórnmálin í landi. Hann er ósáttur við boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar um að afnema sjómannaafsláttinn. „Ef þeir horfa í milljarð þá spyr maður um þá 7 milljarða sem kostar að halda úti ríkisstarfsmönnunum og rekstrakostnaður allt þar í kring. Á meðan erum við að skaffa tæpan helming af gjaldeyristekjunum," segir Unnsteinn sem þykir það ekki góð hugmynd að afnema afsláttinn. Hann segir að ef fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, sé ekki sannfærður um erfitt sjómannslíf, þá ætti hann að kíkja á fimm daga túr með þeim félögum. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
„Við erum svona að jafna okkur. Þetta var auðvitað sjokk," segir Unnsteinn Líndal Jensson, skipstjóri línubátsins Sighvats GK 57, en brotsjór lenti á bátnum með þeim afleiðingum að sjór flæddi inn og tveir sjómenn slösuðust. Sauma þurfti sex spor í augabrún annars þeirra. Báturinn var staddur við Óðinsboða út af Horni á laugardagskvöldinu þegar brotið lenti á bátnum. Að sögn Unnsteins var veður tiltölulega gott og skall aldan því mjög óvænt á bátinn bakborðsmegin. Róbert Karol var ansi illa farinn eftir brotsjóinn. „Við vorum að draga línu um hálf tólf leitið um kvöldið. Veðrið var norðaustan 15 metrar á sekúndu þegar við fáum skyndilega á okkur tvo straumhnúta," lýsir Unnsteinn. Öldurnar skullu á bátinn og flæddi sjór niður um dráttarlúgu og þaðan inn í vistarverur. Tveir sjómenn sem voru að störfum í lestinni köstuðust til þegar sjórinn lenti á þeim. Annar þeirra skarst á styttu sem hann lenti á. „Það blæddi talsvert úr honum," segir Unnsteinn en sjómaðurinn heitir Róbert Karol. Myndin af honum var tekin 40 mínútum eftir að brotstjórinn skall á bátnum. Spurður hvort sjómennirnir hafi verið í hættu segir Unnsteinn að svo hafi í raun ekki verið. Þeir náðu tökum á ástandinum á nokkrum mínútum. Báturinn hallaði aðeins að sögn Unnsteins en ekki þannig að hætta skapaðist af. Sjórinn flæddi inn í vistarverur. Unnsteinn segir að þeir hafi þegar látið nærliggjandi skip vita af hremmingunum og voru þeir í viðbragðsstöðu ef ske kynni að sjómennirnir þyrftu aðstoð. Það reyndi þó aldrei á þá aðstoð. Því næst sigldi Unnstein skipinu í höfn þar sem var svo gert að sárum mannanna. Í ljós kom að sauma þurfti sex spor í augabrúnina á Róberti sem skall á styttuna. Hinn sjómaðurinn er farinn aftur út á sjó. „Það er ágætur andi um borð. Atvikið vakti alla til umhugsunar," segir Unnsteinn sem sjálfur hefur verið til sjós í átján ár. Hann hefur þó aldrei lent í álíka hremmingum. „Þetta sjómannslíf er bara eins og það hefur alltaf verið," segir Unnsteinn og bendir á að íslensk veðrátta hafi lítið breyst og hætturnar séu alltaf til staðar á sjónum. Hann segir þungt í sjónum þessa daganna en undanfarið hafa þeir verið að veiða hlýra og þorsk. Unnsteinn segir þá reyna að veiða ýsuna en það hafi gengið illa. Þrátt fyrir hremmingar á sjó úti þá er Unnsteinn með hugann við stjórnmálin í landi. Hann er ósáttur við boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar um að afnema sjómannaafsláttinn. „Ef þeir horfa í milljarð þá spyr maður um þá 7 milljarða sem kostar að halda úti ríkisstarfsmönnunum og rekstrakostnaður allt þar í kring. Á meðan erum við að skaffa tæpan helming af gjaldeyristekjunum," segir Unnsteinn sem þykir það ekki góð hugmynd að afnema afsláttinn. Hann segir að ef fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, sé ekki sannfærður um erfitt sjómannslíf, þá ætti hann að kíkja á fimm daga túr með þeim félögum.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira