Innlent

Vopnaþjófur dæmdur

Héraðsdómur Norðurlands-eystri.
Héraðsdómur Norðurlands-eystri.

Maður um tvítugt var dæmdur fyrir að stela tvívegis haglabyssum í Öxarfirði á síðasta ári og vopnalagabrot. Annarsvegar fór hann inn um ólæstar dyr íbúðarhússins að Katastöðum og tók þaðan úr geymslu í forstofuherbergi haglabyssu af gerðinni Stevens.

Í september sama ár barst lögreglu ábending um að maðurinn hefði átt hlut að máli, en jafnframt að hann hefði tekið ófrjálsri hendi úr Byggðasafni N-Þingeyinga riffil af gerðinni Mauser.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Maðurinn er greindur með væga þroskahömlun og hefur dvalist á sambýli. Hann býr aftur á móti með konu og litlu barni í dag. Héraðsdómur Norðurlands-eystri dæmdir hann því til skilorðsbundinnar refsingar til tveggja ára og fellur hún niður að þeim tíma liðnum haldi hann almennt skilorð. Þá skal hann greiða 75 þúsund krónur í sakakostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×