Erlent

Lockerbie ódæðið: Megrahi gagnrýndur harðlega

Maðurinn sem sakfelldur var fyrir Lockerbie ódæðið hefur harðlega verið gagnrýndur af einum virtasta lögfræðingi Skotlands fyrir að birta skjöl til þess að reyna að sanna sakleysi sitt. Hundruðir blaðsíðna af skjölum tengdum ódæðinu sem hinn vellauðugi Abedelbaset Ali Mohamed al Megrahi birti í dómssölum hafa verið sett inn á nýja vefsíðu.

„Ég mun gera allt sem ég get til þess að sannfæra almenning, sérstaklega skota, um sakleysi mitt," sagði Megrahi.

Elish Angiolini einn virtasti lögmaður Skotlands segist harma tilraun Megrahi í að sanna sakleysi sitt með því að birta sönnungargögnin frá sínu sjónarhorni í fjölmiðlum, eftir að hafa hætt við áfrýjun.

„Eini viðeigandi vettvangurinn til þess að sanna sekt eða sakleysi fólk er fyrir dómstólum," segir Angiolini.

„Megrahi var dæmdur sekur einróma af þremur dómurum fyrir dómi og síðar voru það fimm dómarar sem voru einróma um sakfellingu eftir áfrýjun."

Eins og kunnugt er var Megrahi sleppt úr haldi en hann skammt eftir ólifað vegna krabbameins. Forsætisráðherra Skotlands hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir að sleppa Megrahi, meðal annars af Obama forseta Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×