Erlent

Búið að bera kennsl á 11 farþega úr Air France-slysinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Kafari stendur á braki úr flugvélinni sem fannst á miðvikudaginn.
Kafari stendur á braki úr flugvélinni sem fannst á miðvikudaginn. MYND/Brasilíski flugherinn

Búið er að bera kennsl á ellefu af þeim 50 líkum sem fundist hafa eftir að farþegaþota Air France fórst í Atlantshafi 1. júní síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá brasilískum yfirvöldum en unnið er að rannsókn slyssins þar í landi. Tíu af þeim ellefu sem kennsl hafa verið borin á eru frá Brasilíu, fimm menn og fimm konur. Air France hefur lýst því yfir að það muni greiða fjölskyldum hvers einasta fórnarlambs slyssins 17.500 evrur, jafnvirði rúmlega þriggja milljóna króna, í upphafsbætur. Nú er vitað nokkurn veginn hvar vélin fór í sjóinn en formaður frönsku flugslysarannsóknarnefndarinnar segir óvíst að flak vélarinnar finnist nokkurn tímann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×