Erlent

Tölvuglæpir kosta rúma 100 milljarða dollara

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hvers kyns tölvuglæpir kosta fyrirtæki og tölvunotendur rúmlega 100 milljarða dollara á ársgrundvelli. Þetta er mat fyrirtækisins Panda Security sem sérhæfir sig í vírusvörnum og tölvuöryggismálum. Fjölgun tölvuglæpa, þar sem svokölluð malware-forrit koma við sögu, nemur 500 prósentum síðasta árið og nemur tjón fyrirtækja vegna aðgerða tölvuþrjóta að meðaltali um 4,6 milljónum dollara á hvert fyrirtæki, eftir því sem fram kemur í nýrri könnun vírusvarnaframleiðandans McAfee en hún náði til 1.000 fyrirtækja um allan heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×