Seðlabanki Íslands heldur þversögninni áfram 28. september 2009 06:00 Valdimar Ármann skrifar um stýrivexti Seðlabanki Íslands er samur við sig og heldur áfram hávaxtastefnu sinni og þversögnum. Engin viðleitni er sýnd til að koma Íslandi í gang aftur eða skilja önnur sjónarmið. Margir hafa stigið fram og rökstutt það að lægri vextir myndu auka trúverðugleika Íslands, losa um innlent fjármagn sem mun leita í arðbær verkefni og að lokum þess vegna styðja við gengi krónunnar.Tvenns konar stýrivextirStýrivöxtum var haldið óbreyttum í 12% og innlánsvöxtum í 9,5%. Seðlabankastjóri reyndi að rökstyðja að í rauninni væru stýrivextir ekki 12% heldur 9,5% sem eru innlánsvextir innlánsstofnana hjá Seðlabankanum. Rökin fyrir því að færa ekki stýrivexti einfaldlega niður í 9,5% voru þau að þá myndu aðilar (og þá sérstaklega erlendir aðilar) telja að Seðlabankinn væri að veita peningalegan slaka. Það lítur því út fyrir að Seðlabanki Íslands sé með tvenns konar stýrivexti, 9,5% sem íslenskir aðilar eiga að horfa á og 12% sem erlendir aðilar (les. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) eiga að horfa á. Þetta er miður trúverðugt og í rauninni frekar hjákátlegt og stórlega vegið að sjálfstæði Seðlabankans með þessu. Enn hærri vextir í boðiAthygli hefur vakið og oft verið minnst á, að íslensku bankarnir eru „stútfullir“ af peningum; þeir eru með um 1.880 ma í innlánum og af því eru um 10% í innlánum hjá Seðlabankanum. Nú ætlar Seðlabankinn að gefa út innstæðubréf til að draga úr lausu fé í umferð. Bréfin eru gefin út til 28 daga og mega innlánsstofnanir bjóða 9,5% til 10% vexti í 15-25 ma í hverri viku (s.s. 60-100 ma í mánuði). Skilaboðin eru því þau að frekar en að hvetja bankana til að lána þessa peninga út í hagkerfið til fyrirtækja eða almennings til að koma hjólum efnahagslífsins í gang þá er bönkunum boðið uppá enn hærri vexti en áður, einmitt með það að markmiði að koma í veg fyrir útlán banka. Er líklegt að bankarnir hækki innlánsvexti sína þar sem þeir geta fengið svo háa vexti hjá Seðlabankanum? Nei, það er ólíklegt – þar sem þeir þurfa að hækka vexti á 1.880 ma en fá hærri vexti á einungis 60-100 ma þá stinga þeir vaxtamuninum frekar í vasann í boði skattgreiðenda. „Óþolinmóðu“ fjármagni mútaðRökin fyrir háum vöxtum eru enn á þá leið að styðja þurfi við gengi krónunnar þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Seðlabanki Íslands telur að mikið af „óþolinmóðu“ fjármagni sé enn á Íslandi sem muni leita í erlendan gjaldeyri við fyrsta (löglega eða ólöglega) tækifæri. Því þurfi að borga (sumir segja verðlauna eða múta) þessum fjármagnseigendum fyrir að vera í íslenskum krónum. Seðlabankinn er ekki að átta sig á því að með því að borga háa vexti á þessar fjárhæðir er í raun verið að stækka hratt „óþolinmóða“ fjármagnið. Er líklegt að þessir „óþolinmóðu“ aðilar sjái að sér eftir 1-2 ár þegar reynt verður að losa gjaldeyrishöftin og hætti þá við að skipta í erlendan gjaldeyri? Nei, það er ólíklegt – en eftir 1-2 ár er búið að stækka „óþolinmóða“ fjármagnið um 8-20% með himinháum vaxtagreiðslum í boði íslenskra skattgreiðenda. Nýr Seðlabankastjóri virðist ekki ætla að nota gullið tækifæri til að endurskoða peningastefnuna frá grunni. Er það miður.Höfundur er hagfræðingur hjá GAM Management hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Valdimar Ármann skrifar um stýrivexti Seðlabanki Íslands er samur við sig og heldur áfram hávaxtastefnu sinni og þversögnum. Engin viðleitni er sýnd til að koma Íslandi í gang aftur eða skilja önnur sjónarmið. Margir hafa stigið fram og rökstutt það að lægri vextir myndu auka trúverðugleika Íslands, losa um innlent fjármagn sem mun leita í arðbær verkefni og að lokum þess vegna styðja við gengi krónunnar.Tvenns konar stýrivextirStýrivöxtum var haldið óbreyttum í 12% og innlánsvöxtum í 9,5%. Seðlabankastjóri reyndi að rökstyðja að í rauninni væru stýrivextir ekki 12% heldur 9,5% sem eru innlánsvextir innlánsstofnana hjá Seðlabankanum. Rökin fyrir því að færa ekki stýrivexti einfaldlega niður í 9,5% voru þau að þá myndu aðilar (og þá sérstaklega erlendir aðilar) telja að Seðlabankinn væri að veita peningalegan slaka. Það lítur því út fyrir að Seðlabanki Íslands sé með tvenns konar stýrivexti, 9,5% sem íslenskir aðilar eiga að horfa á og 12% sem erlendir aðilar (les. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) eiga að horfa á. Þetta er miður trúverðugt og í rauninni frekar hjákátlegt og stórlega vegið að sjálfstæði Seðlabankans með þessu. Enn hærri vextir í boðiAthygli hefur vakið og oft verið minnst á, að íslensku bankarnir eru „stútfullir“ af peningum; þeir eru með um 1.880 ma í innlánum og af því eru um 10% í innlánum hjá Seðlabankanum. Nú ætlar Seðlabankinn að gefa út innstæðubréf til að draga úr lausu fé í umferð. Bréfin eru gefin út til 28 daga og mega innlánsstofnanir bjóða 9,5% til 10% vexti í 15-25 ma í hverri viku (s.s. 60-100 ma í mánuði). Skilaboðin eru því þau að frekar en að hvetja bankana til að lána þessa peninga út í hagkerfið til fyrirtækja eða almennings til að koma hjólum efnahagslífsins í gang þá er bönkunum boðið uppá enn hærri vexti en áður, einmitt með það að markmiði að koma í veg fyrir útlán banka. Er líklegt að bankarnir hækki innlánsvexti sína þar sem þeir geta fengið svo háa vexti hjá Seðlabankanum? Nei, það er ólíklegt – þar sem þeir þurfa að hækka vexti á 1.880 ma en fá hærri vexti á einungis 60-100 ma þá stinga þeir vaxtamuninum frekar í vasann í boði skattgreiðenda. „Óþolinmóðu“ fjármagni mútaðRökin fyrir háum vöxtum eru enn á þá leið að styðja þurfi við gengi krónunnar þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Seðlabanki Íslands telur að mikið af „óþolinmóðu“ fjármagni sé enn á Íslandi sem muni leita í erlendan gjaldeyri við fyrsta (löglega eða ólöglega) tækifæri. Því þurfi að borga (sumir segja verðlauna eða múta) þessum fjármagnseigendum fyrir að vera í íslenskum krónum. Seðlabankinn er ekki að átta sig á því að með því að borga háa vexti á þessar fjárhæðir er í raun verið að stækka hratt „óþolinmóða“ fjármagnið. Er líklegt að þessir „óþolinmóðu“ aðilar sjái að sér eftir 1-2 ár þegar reynt verður að losa gjaldeyrishöftin og hætti þá við að skipta í erlendan gjaldeyri? Nei, það er ólíklegt – en eftir 1-2 ár er búið að stækka „óþolinmóða“ fjármagnið um 8-20% með himinháum vaxtagreiðslum í boði íslenskra skattgreiðenda. Nýr Seðlabankastjóri virðist ekki ætla að nota gullið tækifæri til að endurskoða peningastefnuna frá grunni. Er það miður.Höfundur er hagfræðingur hjá GAM Management hf.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun