Innlent

Lýst eftir dreng frá Grindavík

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Ólafi Benedikt Þórarinssyni til heimilis að Staðarvör 8, Grindavík. Ólafur er 16 ára, 183 cm á hæð, þrekvaxinn um 95 kg. með dökkt stuttklippt hár. Í tilkynningu frá Lögreglu segir að Ólafur hafi verið klæddur í dökkar buxur, svarta köflótta skyrtu og svartan jakka.

Síðast heyrðist frá Ólafi aðfaranótt laugardagsins og er talið að hann haldi til á höfuðborgarsvæðinu.

Ef einhverjir hafa orðið varir við ferðir Ólafs Benedikts Þórarinssonar eru þeir beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í sima 420-1800.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×