Ísland til sölu á Netinu Atli Steinn Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2008 11:44 Tveir framtakssamir hugsjónamenn, þeir Friðgeir Torfi Ásgeirsson og Hafliði Sigfússon, hafa ákveðið að selja Ísland á Netinu og nota ágóðann af sölunni til að losa landið úr skuldafeninu. Með athæfi sínu hyggjast þeir um leið gagnrýna hvernig stjórnvöld hafa staðið að málefnum tengdum fjármálakreppunni, einkum hvað varðar samskipti við erlend stjórnvöld, stofnanir og fólkið í landinu. „Við viljum sýna þeim löndum sem hafa orðið fyrir barðinu á hruni hinna íslensku banka að Íslendingar sem slíkir vilji þeim ekkert illt og myndu glaðir greiða tilbaka hverja krónu, pund eða evru ef þeir gætu. Þannig að með því að „selja" Ísland á netinu og gefa andvirði sölunnar til góðgerðarmála í þeim löndum sem bankahrunið snertir, viljum við sýna velvild Íslendinga í þeirra garð og ósk Íslendinga um að vera áfram í góðum samskiptum við þau," segja Friðgeir og Hafliði í tilkynningu. Hafa þeir sett upp heimasíðuna icelandicfiresale.com þar sem þeir skipta Íslandi í 10.000 reiti. Hver reitur er svo falur fyrir 100 dali sem nú jafngilda 13.400 krónum. „Reitirnir virka sem auglýsing fyrir kaupandann. Þegar gestir heimasíðunnar smella á keyptan reit fara þeir yfir á heimasíðu auglýsandans. Ef Ísland selst upp gæti heimasíðan náð að safna svo mikið sem 1.000.000 USD [134.000.000 kr.], sú upphæð (eða svo mikið sem safnast) mun renna til góðgerðamálefna í löndum sem hafa orðið fyrir barðinu á fjármálakreppunni," útskýra þeir félagar enn fremur. „Við munum biðja kaupendur um að tilnefna hvaða land þeir vilja að peningarnir sínir renni til, peningar sem ekki verða tilnefndir munu verða notaðir í kostnað." Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sjá meira
Tveir framtakssamir hugsjónamenn, þeir Friðgeir Torfi Ásgeirsson og Hafliði Sigfússon, hafa ákveðið að selja Ísland á Netinu og nota ágóðann af sölunni til að losa landið úr skuldafeninu. Með athæfi sínu hyggjast þeir um leið gagnrýna hvernig stjórnvöld hafa staðið að málefnum tengdum fjármálakreppunni, einkum hvað varðar samskipti við erlend stjórnvöld, stofnanir og fólkið í landinu. „Við viljum sýna þeim löndum sem hafa orðið fyrir barðinu á hruni hinna íslensku banka að Íslendingar sem slíkir vilji þeim ekkert illt og myndu glaðir greiða tilbaka hverja krónu, pund eða evru ef þeir gætu. Þannig að með því að „selja" Ísland á netinu og gefa andvirði sölunnar til góðgerðarmála í þeim löndum sem bankahrunið snertir, viljum við sýna velvild Íslendinga í þeirra garð og ósk Íslendinga um að vera áfram í góðum samskiptum við þau," segja Friðgeir og Hafliði í tilkynningu. Hafa þeir sett upp heimasíðuna icelandicfiresale.com þar sem þeir skipta Íslandi í 10.000 reiti. Hver reitur er svo falur fyrir 100 dali sem nú jafngilda 13.400 krónum. „Reitirnir virka sem auglýsing fyrir kaupandann. Þegar gestir heimasíðunnar smella á keyptan reit fara þeir yfir á heimasíðu auglýsandans. Ef Ísland selst upp gæti heimasíðan náð að safna svo mikið sem 1.000.000 USD [134.000.000 kr.], sú upphæð (eða svo mikið sem safnast) mun renna til góðgerðamálefna í löndum sem hafa orðið fyrir barðinu á fjármálakreppunni," útskýra þeir félagar enn fremur. „Við munum biðja kaupendur um að tilnefna hvaða land þeir vilja að peningarnir sínir renni til, peningar sem ekki verða tilnefndir munu verða notaðir í kostnað."
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sjá meira