Innlent

Jón þingflokksformaður í stað Kristins

Jón Magnússon er nýr þingflokksformaður Frjálslynda flokksins.
Jón Magnússon er nýr þingflokksformaður Frjálslynda flokksins.

Þingflokkur Frjálslynda flokksins samþykkti síðdegis tillögu Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns flokksins, að gera Jón Magnússon að þingflokksformanni í stað Kristins H. Gunnarssonar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni, varaformanni flokksins. Samkvæmt tillögu Guðjóns verður Kristinn varaformaður þingflokksins.

Undanfarið hefur hart verið tekist á innan Frjálslynda flokksins og nýverið fór miðstjórn flokksins fram á að Kristinn yrði settur af sem þingflokksformaður. Guðjón Arnar var ekki fylgjandi tillögunni. Fyrir helgi hótaði Jón að segja sig úr flokknum.


Tengdar fréttir

Segir árás Jóns lítt dulbúna atlögu að Guðjóni Arnari

Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, segir að árás Jóns Magnússonar og stuðningsmanna hans á sig, sé lítt dulbúin atlaga að formanni flokksins sem miði að því að koma Jóni Magnússyni í formannssæti.

Sakar formann og þingflokksformann um einkavinavæðingu

Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, sakar formann og þingflokksformann flokksins um einkavinavæðingu. Hann segir þingflokksformanninn ekki starfi sínu vaxinn og er til í að taka við embættinu af honum.

Kemur ekki til greina að Kristinn verði áfram þingflokksformaður

Miðstjórn Frjálslynda flokksins hefur skorað á þingflokkinn að gera Jón Magnússon, þingmann, að formanni þingflokksins í stað Kristins H. Gunnarssonar. Kristinn H. vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann en Jón Magnússon segir að Kristni sé ekki sætt á stóli þingflokksformanns.

Össur býður Kristni í Samfylkinguna

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra býður Kristni H. Gunnarssyni, þingflokksformanni Frjálslynda flokksins, að ganga í Samfylkinguna vegna þeirra deilna sem nú eru innan Frjálslynda flokksins.

Vilja að Kristinn segi af sér þingmennsku

Stjórn ungra frjálslyndra hvetur Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformanna Frjálslynda flokksins, til að segja af sér þingmennsku samstundis í ljósi þess að hann hafi ítrekað sýnt vanhæfi sitt til að gegna þingstörfum fyrir flokkinn.

Segir Kristin verða fyrir einelti

Guðjón Arnar Kristjánsson segir að Kristinn H. Gunnarsson sé lagður í einelti af einstaklingum í miðstjórn Frjálslynda flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×