Erlent

Bush vill auka matvælaaðstoð

George Bush, Bandaríkjaforseti.
George Bush, Bandaríkjaforseti.

George Bush bandaríkjaforseti hefur hvatt þingið til þess að samþykkja áætlun hans um aukna matvælaaðstoð til þriðja heimsins. Um er að ræða 770 milljónir bandaríkjadala eða tæpa 58 milljarða íslenskra króna.

Hækkandi matvælaverð í heiminum hefur vakið mikla reiði almennings í fátækustu ríkjunum og víða hafa brotist út óeirðir. Með þessari aukafjárveitingu segist Bush vilja senda þau skilaboð til umheimsins að Bandaríkin muni leiða baráttuna gegn hungri í heiminum um ófyrirsjáanlega framtíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×