Erlent

Myndatökumaður laus úr Guantanamo

Bandaríkjamenn hafa sleppt myndatökumanni Al Jaseera sjónvarpsstöðvarinnar, Sami al-Hadji úr haldi en hann hefur dúsað í Guantanamo fangelsinu síðustu sex árin.

Hadji, sem er frá Súdan, var handtekinn í Afganistan árið 2001 grunaður um aðild að hryðjuverkum. Aldrei var nein ákæra gefin út á hendur honum og eftir 16 mánaða hungurverkfall var ákveðið að sleppa honum úr haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×