Innlent

Ístak lýkur tvöföldun Reykjanesbrautar

MYND/Vilhelm

Vegagerðin hefur náð samkomulagi við Ístak um að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar.

Skrifað verður undir samning þess efnis á skrifstofu Vegamálastjóra klukkan hálfþrjú í dag. Fram hefur komið í fréttum að Vegagerðin hafi ákveðið að ganga til samninga við Ístak sem átti næstlægsta tilboð í verkið í útboði á dögunum. Lægstbjóðandi, Adakris og Toppverktakar, uppfyllti ekki kröfur Vegagerðarinnar og því var ekki samið við þá.

Sem fyrr segir er um að ræða verklok á Reykjanesbraut en fyrri verktaki, Jarðvélar, sagði sig frá verkinu undir lok síðasta árs og var lýstur gjaldþrota fyrr á þessu ári. Reiknað er með að brautin verði umferðarfær um miðjan október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×