Innlent

Faldi rifflana í kjarri

Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki.

Maður sem var handtekinn í bænum Austurhlíð í Gnúpverjahreppi í gærmorgun, eftir að hafa skotið önd og álft og kveikt síðan í sinu, vísaði í gærkvöldi á tvo stóra riffla, sem leitað hafði verið á bænum í allan gærdag.

Þegar vitnaðist um athæfi hans í gærmorgun kallaði lögreglan á Selfossi eftir sérsveit Ríkislögreglustjóra til að handtaka manninn, þar sem vitað var að hann hafði skotvopn í fórum sínum og var ölvaður. En þegar maðurinn hafði verið yfirbugaður, fundust vopnin hvergi. Hann reyndist hafa falið þau í kjarri, skammt frá bænum.

Það tók liðsmenn Brunavarna Árnessýslu nokkrar klukkustundir að ráða niðrulögum eldsins og mátti litlu muna að hús yrðu eldinum að bráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×