Innlent

Dæmdur fyrir að slá mann með gangstéttarhellubroti

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið annan mann í höfuðið með broti úr gagnstéttarhellu þannig að hann hlaut sár á höfði. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa sparkað í bakið á manninum.

Atvikið átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Kaffi Láru á Seyðisfirði í október í fyrra. Samkvæmt ákæru var manninum gefið að sök að hafa slegið annan í höfuðið með broti úr gangstéttarhellu og sparkað nokkrum sinnum í bak og fætur hans með þeim afleiðingum að hann hlaut sár á höfði og ökklabrot.

Maðurinn játaði á sig árásina með gangstéttarhellunni en dómurinn taldi ekki sannað að hann hefði sparkað í fætur fórnarlambsins og því var hann sýknaður af þeim hluta ákærunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×