Erlent

Þýskir ferðamenn í haldi sómalskra sjóræningja

Sjórán eru tíð við Sómalíu.
Sjórán eru tíð við Sómalíu.

Sómalskir sjóræningjar hafa enn og aftur látið til skarar skríða, í þetta sinn gegn fjórum þýskum ferðamönnum sem voru á bát fyrir utan sjálfstjórnarsvæðið Puntland við Norður-Sómalíu.

Eftir því sem erlendir miðlar greina frá eru tveir karlar, kona og barn í haldi ræningjanna en sómalskar öryggissveitir munu vera á hælum þeirra. Sjórán eru tíð við strendur Sómalíu enda gera sjóræningjar þar sér vonir um að geta tryggt sér háar fjárhæðir í lausnargjald fyrir gísla sína. Vegna þessara tíðu rána samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna nýverið að öllum þjóðum væri heimilt að senda herskip inn í landhelgi Sómalíu til þess að berjast gegn sjóræningjum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×