Erlent

Norðmenn vilja örmerkja ketti

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Catfacts.org

Norsk heilbrigðisyfirvöld krefjast þess kettir verði örmerktir til að veita nákvæmar upplýsingar um sjúkdóma sem þeir kunni að bera.

Krafan er sett fram í ljósi þess að sífellt fleiri gæludýr, þeirra á meðal kettir, finnast nú í reiðileysi á víðavangi líkt og hundarnir í Bretlandi sem fréttastofan greindi frá í gær. Eigendur dýranna treysta sér einfaldlega ekki lengur til að halda þau vegna versnandi efnahags og skilja þau eftir á víðavangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×