Innlent

Ingibjörg: Engar breytingar á ráðherraliðinu

Ingibjörg Sólrún.
Ingibjörg Sólrún.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að engar breytingar verði gerðar á ráðherraskipan flokksins fyrir áramót. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Auk þess taldi Ingibjörg Sólrún hverfandi líkur á því að gerðar verði nokkrar breytingar á ráðherraliði flokksins á næstunni.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Íslandi í dag í gær að engar breytingar yrðu gerðar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins um áramótin en hann útilokaði þó ekki breytingar á nýju ári. Þá sagði hann þingflokkinn ekki hafa rætt málið.

15. desember var Ingibjörg gestur Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag og þar kom fram að hún íhugaði að gera breytingar á ráðherraskipan flokksins. ,,Ég er að skoða þessi mál hvað Samfylkinguna varðar," sagði Ingibjörg og bætti við að hún gerði ráð fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins væri einnig að skoða málin.




Tengdar fréttir

Ingibjörg íhugar breytingar á ráðherraliði Samfylkingarinnar

Formaður Samfylkingarinnar íhugar að gera breytingar á ráðherraliði flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ekkert ómögulegt í þeim efnum. Hún var gestur Sölva Tryggvasonar í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×