Innlent

Ingibjörg íhugar breytingar á ráðherraliði Samfylkingarinnar

Formaður Samfylkingarinnar íhugar að gera breytingar á ráðherraliði flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ekkert ómögulegt í þeim efnum. Hún var gestur Sölva Tryggvasonar í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld.

,,Ég er að skoða þessi mál hvað Samfylkinguna varðar," sagði Ingibjörg og bætti við að hún gerir ráð fyrir Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé að skoða þessi mál hvað sinn flokk varðar.

Ingibjörg útlokaði ekki að ráðuneytum verði skipt upp á milli stjórnarflokkanna.

Margt sem ríkisstjórnin vissi ekki í aðdraganda bankahrunsins

Aðspurð hvort að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hefði ekki átt að vita meira og verið betur upplýstur í aðdraganda þess að viðskiptabankarnir féllu sagði Ingibjörg: ,,Það er óskaplega margt sem við öll vissum ekki í aðdraganda þess bankahruns."

Hún sagði að það hafi meðal annars verið verkefni lykilstofnanna á borð við Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann að halda viðskiptaráðherra vel upplýstum um gang mála.

Forseti ASÍ tekur alltof stórt upp í sig

Sölvi spurði Ingibjörgu um þá gagnrýni sem meðal annars Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur viðhaft um ríkisstjórnina og niðurskurðartillögur hennar.

,,Mér finnst taka alltof stórt upp í sig."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×