Innlent

Trilla að sökkva í Reykjavíkurhöfn

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var fyrir stundu kallað að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn þar sem trilla er að sökkva.

Dælubíll var sendur til þess að reyna að dæla upp úr trillunni og þá komu einnig kafarar á vettvang til þess að reyna koma böndum undir trilluna. Enn fremur eru menn til taks ef olía fer að leka úr bátnum sem er á bilinu fimm til sjö tonn að sögn slökkviliðs.

Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að trilla tók að sökkva.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×