Innlent

Allt í lagi þó andarungar drepist

Hundruðir Sílamáva eru komnir aftur á tjörnina en fyrr í sumar voru aðeins um 20 mávar á því svæði. Æti þeirra á sjó úti hefur að öllum líkindum brugðist að sögn Gunnars Þórs Hallgrímsson líffræðings. Sílamávurinn gæti haft áhrif á afkomu unganna við tjörnina.

„Ekki er búið að skoða nákvæmlega hvort það hafi verið mávarnir sem gerðu það að verkum að afkoma unga á tjörninni var afskaplega léleg í fyrra. Framkvæmdir við tjörnina gætu einnig hafa átt þátt í því með því að raska lífríkinu sem hefur áhrif á fæðu unganna," segir Gunnar. Að hans sögn drepur mávurinn þó ekki kollur eða gæsir.

Gunnar segir það ekki hafa áhrif til lengri tíma þó eitthvað sé tekið af ungum á tjörninni. Það sem fyrst og fremst stjórnar því hve mikið af öndum eru á tjörninni er búsvæði í Vatnsmýrinni. „Það er eðlilegt að mikið drepist af andarungum, það er gangur náttúrunnar, þær verpa miklu fleiri eggjum en ætlað er að koma á legg, þannig að þær eru ekkert rosalega viðkvæmar fyrir því þó að megnið af ungunum drepist í einhver ár."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×