Innlent

Dæmdur fyrir að ráðast á gest á heimili sínu

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á konu sem var gestkomandi á heimili hans í Hveragerði.

Réðst hann á hana með höggum og spörkum bæði í andlit og búk þannig að konan hlaut marbletti á útlimum og andliti og eymsli í vöðvum. Í dómnum segir að komið hafi til átaka milli mannsins og konunnar eftir rifrildi þeirra á milli.

Maðurinn neitaði sök og sagði konuna hafa barið sig og sparkað í sig. Út frá framburði vitna taldi dómurinn það ekki rétt en hins vegar væri sannað að hann hefði veist að konunni og slegið hana í gólfið. Var litið til þess við ákvörðun refsingar að tafir urðu á rannsókn málsins sem ekki mætti rekja til ákærða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×