Innlent

Aldrei gert jafnmikið á jafn skömmum tíma í velferðarmálum

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að aldrei hafi verið gert jafn mikið á jafn skömmum tíma til úrbóta í velferðarmálum og í tíð núverandi ríkisstjórnar. Hún er vinsælust ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun en segir ekkert eins fallvalt og fylgi í skoðanakönnunum.

Í nýrri könnun Capasent Gallups fyrir Ríkisútvarpið nýtur Jóhanna Sigurðardóttir mestrar hylli meðal almennings en 60 prósent landsmanna eru ánægðir með hennar störf samkvæmt könnuninni.

Samfylkingin tapar miklu fylgi í könnun Capasent Gallup frá síðustu könnun, fer úr 33 prósentum í tæp 26 prósent, sem er nálægt kjörfylgi flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn stendur hins vegar í stað í 37 prósentum. Sumir hafa haldið því fram að það hvíli bölvun á þeim flokkum sem fari í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og fylgið hrynji af þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×