Segja stjórnarsamstarfið standa traustum fótum 23. maí 2008 13:25 Ríkisstjórnarsamstarfið stendur traustum fótum þrátt fyrir mótbyr í efnhagsmálum að mati ráðherra Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórnin heldur upp á eins árs afmæli í dag. Í dag er liðið eitt ár frá undirritun stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á þingvöllum en með því lauk 12 ára stjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur meðal annars fram að markmið hagstjórnarinnar sé að tryggja lága verðbólgu, lágt vaxtastig og betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum. Segja má að erfiðilega hafi gengið fyrir ríkisstjórnina að ná þessum markmiðum á fyrsta starfsári sínu enda verðbólga ekki verið meiri í nærri 20 ár og stýrivextir í sögulegu hámarki. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi lent í ýmsum vandamálum. Þorskaflabresti, stöðunni á lánamörkuðum, sem sé ekki bara innanlandsvandamál heldur alþjóðlegt, og miðað við þá stöðu hafi ríkisstjórnin staðið sig með prýði. Undir þetta tekur Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. „Ríkisstjórnin hefur náð ákaflega vel saman og við höfum verið að koma eða erum að ná í gegn ákveðnum svona djúpristum umbótamálum. Eg nefni t.d. á menntakerfinu, heilbrigðismálum og sérstaklega orkumálum sem er mér kær málaflokkur," segir Össur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að þrátt fyrir hörð skoðanaskipti eins og í hvalveiði- og varnarmálum sé samstarfið gott. „Það eru engin átök milli ráðherra. Menn hafa bara opinská skoðanaskipti en það er samtakamáttur mikill að halda áfram með ákveðin mál hér í samfélaginu sem stuðla að aukinni velferð." Kristján Möller samgönguráðherra segir það eitt helsta verkefni ríkistjórnarinnar á næstu vikum og mánuðum að ná jafnvægi í efnhagsmálum. Hann segir Íslendinga að fá til sín erfiðleika í efnhagsmálum heimsins. Það hafi kannski verið fyrirsjáanlegt að það myndi koma en hann taki undir með öðrum að samstarf flokkanna í ríkisstjórn hafi verið afar farsælt og gott og framtíðin lofi góðu. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarfið stendur traustum fótum þrátt fyrir mótbyr í efnhagsmálum að mati ráðherra Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórnin heldur upp á eins árs afmæli í dag. Í dag er liðið eitt ár frá undirritun stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á þingvöllum en með því lauk 12 ára stjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur meðal annars fram að markmið hagstjórnarinnar sé að tryggja lága verðbólgu, lágt vaxtastig og betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum. Segja má að erfiðilega hafi gengið fyrir ríkisstjórnina að ná þessum markmiðum á fyrsta starfsári sínu enda verðbólga ekki verið meiri í nærri 20 ár og stýrivextir í sögulegu hámarki. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi lent í ýmsum vandamálum. Þorskaflabresti, stöðunni á lánamörkuðum, sem sé ekki bara innanlandsvandamál heldur alþjóðlegt, og miðað við þá stöðu hafi ríkisstjórnin staðið sig með prýði. Undir þetta tekur Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. „Ríkisstjórnin hefur náð ákaflega vel saman og við höfum verið að koma eða erum að ná í gegn ákveðnum svona djúpristum umbótamálum. Eg nefni t.d. á menntakerfinu, heilbrigðismálum og sérstaklega orkumálum sem er mér kær málaflokkur," segir Össur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að þrátt fyrir hörð skoðanaskipti eins og í hvalveiði- og varnarmálum sé samstarfið gott. „Það eru engin átök milli ráðherra. Menn hafa bara opinská skoðanaskipti en það er samtakamáttur mikill að halda áfram með ákveðin mál hér í samfélaginu sem stuðla að aukinni velferð." Kristján Möller samgönguráðherra segir það eitt helsta verkefni ríkistjórnarinnar á næstu vikum og mánuðum að ná jafnvægi í efnhagsmálum. Hann segir Íslendinga að fá til sín erfiðleika í efnhagsmálum heimsins. Það hafi kannski verið fyrirsjáanlegt að það myndi koma en hann taki undir með öðrum að samstarf flokkanna í ríkisstjórn hafi verið afar farsælt og gott og framtíðin lofi góðu.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira