Innlent

Má bara nota flugu, spún og maðk í Þingvallavatni

MYND/Heiða

Á fundi Þingvallanefndar fyrr í vikunni var ákveðið að einungis væri heimilt að nota flugu, spún og maðk sem agn við veiðar í Þingvallavatni innan þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Notkun annars agns en hér greinir er alfarið óheimil. Enn fremur að stangaveiði má aðeins stunda frá landi og notkun hverskonar báta eða flota er bönnuð. Í tilkynningu frá Þjóðgarðinum segir að ástæða þessa sé gríðaraukin ásókn í stórurriða undanfarinn misseri og notkun allskyns stærri beitu s.s. makríls, sardínu, hrogna og smurefna.

Með þessari ákvörðun vill Þingvallanefnd stuðla að bættri veiðimenningu við Þingvallavatn, takmarka ásókn í stórurriðann og vernda fuglalíf í hólmum undan ströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×