Innlent

Stefnir í metflutning erlendra ríkisborgara til landsins

Enn er mikilll aðflutningur erlendra ríkisborgara til landsins samkvæmt tölum sem birtar eru í vefriti fjármálaráðuneytisins.

Rúmlega 2.800 erlendir ríkisborgarar fluttust hingað til lands á fyrsta ársfjórðungi á meðan um 670 fluttust frá landinu. Um er að ræða meiri aðflutning en á sama tíma á fyrra ári en einnig minni brottflutning. Ef heldur sem horfir er nýtt metár í uppsiglingu hvað nettóflutning erlendra ríkisborgara varðar. Fjármálaráðuneytið gerir ekki ráð fyrir að þetta innstreymi útlendinga til landsins haldi áfram þegar hægja tekur á í efnahagslífinu.

Þá segir ráðuneytið að það komi einnig nokkuð á óvart að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi aðflutningur íslenskra ríkisborgara aukist og dregið úr brottflutningi þeirra. Ofangreind þróun bendi til þess að enn hafi verið mikill gangur í atvinnulífinu á fyrsta ársfjórðungi 2008 hvað sem síðar verði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×