Innlent

Lögregla leitar nú tveggja innbrotsþjófa í Holtunum

Lögregla leitar nú tveggja manna sem brutust inn í íbúðarhús í Holtunum í Reykjavík undir morgun og stálu þaðan verðmætum rafmagnsverkfærum.

Lögregla hefur greinargóða lýsingu á mönnunum, sem hún telur að muni leiða til handtöku þeirra.

Mikið hefur verið um verkfæraþjófnað að undanförnu úr nýbyggingum og húsum, sem verið er að gera upp, eins og í þessu tilviki, og telur lögregla að um skipulega starfssemi sé að ræða.

Í fyrra fannst mikið af verkfærum í gámi, sem átti að senda úr landi og leikur grunur á að viðlíka starfssemi sé enn í gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×