Innlent

Ný flugbraut á Sandskeiði vígð í dag

Ný flugbraut var vígð á Sandskeiði í dag. Endurbætur hafa farið fram á flugvellinum um nokkurt skeið en opnunin er liður í áætlunum Flugstoða að bæta þjónustu við kennslu- og einkaflug.

Vélflugbraut flugvallarins verður opin öllu kennslu- og æfingaflugi ásamt einkaflugi vélknúinna loftfara. Opnun flugbrautarinnar er einnig liður í áætlunum Flugstoða að létta álagi og draga úr hávaðamengun Reykjavíkurflugvallar eftir því sem segir í tilkynningu Flugstoða.

Hönnun, eftirlit og framkvæmd við lagningu flugbrautarinnar var í umsjón Verkfræðistofunnar Hönnunar og var framkvæmdakostnaður 28 milljónir króna. Sjálfvirk veðurmælistöð fyrir flugbrautina er í uppsetningu og er kostnaður hennar um 12 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×