Innlent

Ísland verður númer 11 í Eurovision

Ísland verður ellefta þjóðin sem stígur á sviðið í Eurovision söngvakeppninni í Belgrad annað kvöld en 25 þjóðir verða í úrslitunum.

Þau Friðrik Ómar og Regína Ósk sögðu á blaðamannafundi í gærkvöldi er ljóst var að þau hefðu komist áfram, að þau væru afar glöð og ánægð með að vera komin í úrslitin.

Auk 20 landa, sem komust áfram í undankeppninni eru Serbar með sem sigurvegarar síðasta áris. Og Bretar, Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar eiga föst sæti í úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×